Ég er Birgitta Sól Helgadóttir (SólB), fæðingarár 2000, staður: Reykjavík.
Útskrifaður grafískur hönnuður úr Myndlistarskóla Akureyrar árið 2024.

UM MIG
Mín sterkasta hlið þegar að það kemur að því að skapa og hanna er teikning. Út frá teikningu finn ég alltaf flæðið mitt í verkefnum.
Stíllinn minn er enn að mótast, ég laðast af grófri hönnun sem gefur frá sér sterkan karakter. Einnig heillast ég að mýkt sem kemur út frá náttúrulegum mis bognum og breiðum línum.
Í grunninn er ég klassísk og gamaldags, gömul plaköt og auglýsingar frá tímabilinu 1920-1970 höfða mikið til mín og eiga sér sterka sérstöðu í huga mér.
Ég fylgist vel með hönnunar tískubylgjum en einnig skoða það sem áður var s.s. The Boston Cover eftir Paula Scher, Anatomy Of A Murder (Cover) eftir Saul Bass, Erik Bruun og verkin hans ásamt svo mörgu öðru flottum listamönnum og grafískum hönnuðum.